Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða 4. desember 2006 18:27 Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason. Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason.
Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira