Fréttir

Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu um 2,4 prósent í Taílandi

Gengi taílenska bahtsins hefur lækkað um 1,7 prósent í dag gagnvart bandaríkjadal á Taílandi í dag. Gengi hlutabréfa hækkaði um 11 prósent í kauphöllinni í Taílandi í gær en lækkaði um 2,4 prósent í dag eftir að forsætisráðherra Taílands greindi frá því að ríkisstjórnin styddi aðgerðir taílenska seðlabankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hafa sjaldan verið hærri

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag um 0.25 prósent og hafa stýrivextir sjaldan verið hærri, en þeir eru nú 14.25 prósent. Þetta er sjöunda vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári og telur greiningardeild KB Banka ekki hafa verið ástæðu fyrir hækkuninni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Actavis selur lyfjaverksmiðju í Noregi

Actavis hefur selt lyfjaverksmiðju sína í Lier í Noregi til norska tryggingafélagsins Storebrand fyrir 10 milljónir evra eða 900 milljónir íslenskra króna. Actavis hefur jafnframt gert fimm ára framleiðslusamning við sænska framleiðslufyrirtækið Inpac, sem leigir verksmiðuna af Storebrand.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vodafone að kaupa indverskt farsímafyrirtæki?

Farsímarisinn Vodafone er sagður vera að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag á Indlandi. Verði af tilboðinu mun það nema 13 milljörðum punda eða tæpa 1.800 milljarða íslenskra króna, að sögn breska dagblaðsins Telegraph.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt að 131% verðmunur á jólamat

Mikill verðmunur er á jólamatnum milli verslana samkvæmt könnun sem ASÍ gerði í gær. Mestur er munurinn á verði á konfekti og drykkjarvörum en mikill munur reyndist einnig á laufabrauði, smákökum og jólakjötinu. Verðmunur á konfekti var allt að 131% á kílóinu af Lindu konfekti.

Innlent
Fréttamynd

Lokað um Hvalnes- og Þvottárskriður

Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriðum á Austfjörðum er lokaður eftir að grjót fór að hrynja á hann í gærkvöldi. Ekki er vitað til að það hafi fallið á bíla en tveir litlir rútubílar skemmdust eitthvað í grjót- og sandfoki skammt frá Hvalnesskriðum í gærkvöldi. Ekki er talið óhætt að ryðja veginn fyrr en bjart er orðið og hægt að kanna ástand hlíðarinnar fyrir ofan veginn.

Innlent
Fréttamynd

Þak fauk af verbúð

Þak fauk af gamalli verbúð á Árskógsströnd við Eyjafjörð í gærkvöldi en brakið úr því olli ekki tjóni, þó það lenti á nálægæum húsum við höfnina. Björgunarsveit var kölluð út til að hefta frekara fok og fergja brakið úr þakinu. Skömmu síðar dró úr vindi.

Innlent
Fréttamynd

Kindum og hestum bjargað á Suðurlandi

Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi komu í nótt kindum til hjálplar eftir að Hvítá flæddi inn í fjárhúsin að Björnskoti á Skeiðum. Þeim tókst að koma kindunum á öruggan stað, en þá tók við að bjarga umflotnum hrossum á Ólafsvöllum, þar skammt frá. Björgunarsveitarmenn brugðu bandi á forystuklárinn og drógu hann á hraðbáti upp undir þurrt, og eltu allir hinir.

Innlent
Fréttamynd

Metrennsli í Norðurá

Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa.

Innlent
Fréttamynd

Bæir innlyksa vegna flóða í Hvítá

Hvítá í Árnessýslu er í miklum ham og var brúnni á Brúarhlöðum lokað í morgun þar sem áin flæddi yfir hana. Eins eru átta íbúðarhús innlyksa í Auðsholti þar sem Hvítáin beljar allt um kring.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um varðskip undirritaður

Smíðasamningur um nýtt varðskip var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag. Samningsverðið er tæpir 2,7 milljarðar króna og er búist við að smíðin taki hálft þriðja ár.

Erlent
Fréttamynd

Bush boðar stækkun heraflans

George Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í dag stækkun herafla landsins en vildi ekki svara því hvort liðsstyrkurinn yrði nýttur í stríðinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Euronext samþykkir samruna við NYSE

Hluthafar evrópsku kauphallarinnar Euronext hafa samþykkt samruna við kauphöllina í New York, NYSE, en með honum verður til fyrsta kauphöllin sem tengir markaði í Evrópu og Bandaríkjunum og auðveldar fyrir vikið fjárfestingar yfir Atlantshafið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Indlandi

Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody's staðfestir lánshæfismat bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s Investors Service staðfestir lánshæfiseinkunnir viðskiptabankanna þriggja í nýrri skýrslu þar sem fjallað er um bankakerfið á Íslandi. Matsfyrirtækið segir lánshæfishorfur bankanna stöðugar en hvað varðar einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika þá eru horfur neikvæðar fyrir Glitni og Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka þarf upp evru lagist ekki hagstjórnin

Hysji stjórnvöld ekki upp um sig buxurnar í stjórn efnhagsmála er upptaka evru eina leiðin til að hér náist stöðugleiki í efnahagsmálum, sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þegar hann kynnti nýja skýrslu um hagstjórnarumhverfið á Íslandi í morgun. Skýrslan er áfellisdómur yfir hagstjórn bæði ríkis og sveitarfélaga auk þess sem Seðlabankinn er sagður hafa gert mistök í stjórn peningamála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Delta hafnar US Airways

Bandaríska flugfélagið Delta hefur hafnað yfirtökutilboði flugfélagsins US Airways. Tilboðið hljóðaði upp á 8 milljarða bandaríkjadali eða tæpa 552,5 milljarða íslenskra króna. Stjórn Delta ákvað hins vegar að leita allra leiða til að hagræða í rekstri og forða flugfélaginu frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka á ný í Taíland

Gengi hlutabréfa hækkaði um 9 prósent í Taílandi í dag eftir mjög mikla lækkun í í gær. Seðlabanki Taílands tilkynnti á mánudag að hann hyggðist taka upp gjaldeyrishömlur til að sporna gegn hækkun taílenska bahtsins. Afleiðingarnar urðu þær að fjöldi erlendra fjárfesta losaði sig við hlutabréfaeign sína á þriðjudag og gengi hlutabréfavísitölunnar fór niður um tæp 15 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tímaspursmál hvaða banki yrði fyrstur

Ekki virðast í bráð uppi ráðagerðir hjá stóru viðskiptabönkunum að færa bókhald sitt yfir í evrur líkt og Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur upplýst um að hann ætli að gera um áramót. Málið hefur þó verið rætt og er til stöðugrar endurskoðunar bæði í Landsbankanum og Glitni. Kaupþing kýs hins vegar að tjá sig ekki um málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Annan á lokasprettinum

Íraksstríðið eru mestu vonbrigði fráfarandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eftir 10 ára starfsferil. Kofi Annan hélt sinn síðasta blaðamannafund í embætti í gærkvöldi og leit um öxl á mestu sigra og sorgir ferilsins. Annan lætur af störfum um áramót og þá tekur hinn suðurkóreski Ban Ki-moon.

Innlent
Fréttamynd

Geimfarar á leið í jólafrí

Geimfararnir á Discovery flauginni eru nú á leið heim í jólafrí. Geimskutlan losaði tengingarnar sem héldu henni við alþjóðlegu geimstöðina í gærkvöldi eftir að geimfararnir sem voru á heimleið kvöddu bandaríska geimfarann Suni Williams sem mun halda jólin í geimstöðinni og verður ekki sótt fyrr en eftir sex mánuði.

Innlent
Fréttamynd

VÍS styrkir Einstök börn

Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörðun að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM Software styrkir Ljósið

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Stuðningurinn felst í að veita Ljósinu afnot af sjúkraskrárkerfinu Sögu, sem Ljósið fær aðgang að í gegnum iCura-kerfisveitu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vodafone með stærstu búð hér

Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone-verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöruúrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone-verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nú sér fyrir endann á hækkunarferli stýrivaxta

Hvort sem Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti lítillega á aukavaxtaákvörðunardegi sínum á morgun eða heldur þeim óbreyttum ber sérfræðingum saman um að eftir áramót verði ferli stýrivaxtahækkana bankans sem hófst í maí 2004 örugglega lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Könnunarviðræður halda áfram

Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir.

Innlent
Fréttamynd

Dauðadómur í Líbíu

Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Á stærð við 15 knattspyrnuvelli

Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu.

Innlent