
Fréttir

Fjárfestingarrisi í mínus
Blackstone Group, umsvifamesta fjárfestingarfélag heims, tapaði 66,5 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Félagið hagnaðist um 838,5 milljónir dala eftir skatt á sama tíma í fyrra.

Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk
„Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta.

Barclays afskrifar 1,7 milljarð punda
Breski bankinn Barclays afskrifaði 1,7 milljarð punda úr bókum sínum vegna niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á fyrsta ársfjórðungi. Þetta jafngildir 253 milljörðum íslenskra króna. Bankinn birtir uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins á næstu dögum og er reiknað með því að það verði nokkuð verra en á sama tíma í fyrra.

FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent. Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums.

Krónan styrkist í upphafi dags
Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær.

Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf
Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári.

20 þúsund manns undir rústum húsa
Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum.

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður fram undan
Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru fram undan eftir þingkosningar í Serbíu í gær. Engin flokkur fékk hreinan meirihluta. Myndi Lýðræðisflokkur Borisar Tadic, forseta landsins, ríkisstjórn hallar hún sér til vesturs og inn í Evrópusambandið. Myndi þjóðernissinnar ríkisstjórn halla þeir sér að Rússum og herða stefnuna gagnvart Kosovo, sem lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbum fyrr á þessu ári.

Íslendingur leiðir hjálparstarf Microsoft í Búrma
Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni.

Óttast að tugir þúsunda hafi farist
Óttast er að tugir þúsunda hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti skók suð-vesturhluta Kína í morgun. Skjálftinn fannst alla leið til Peking í rúmlega 1500 kílómetra fjarlægð. Íslenskur námsmaður þar segir íbúð sína á 16. hæð hafa sveiflast til og frá. Hún náði síðdegis sambandi við vinkonu sína á skjálftasvæðinu. Ekkert amaði að henni eða fjölskyldu hennar.

Fá að lenda á mánudaginn
Herforingjastjórnin í Búrma hefur heimilað Bandaríkjamönnum að fljúga með hjálpargögn til landsins en flugvélar þeirra fá þó ekki að lenda fyrr en á mánudag.

Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon
Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút.

Litháar afpláni í heimalandinu
Dómsmálaráðherra Litháens segir stefnt að því að Litháar sem fremji afbrot á Íslandi og fá fangelsisdóm afpláni í heimalandi sínu. 3 Litháar eru nú í íslenskum fangelsum og 7 í gæsluvarðhaldi.

Búrma: Talið að rúmlega 100 þúsund hafi farist
Bandarískir sendifulltrúar segjast hafa heimildir fyrir því að rúmlega hundrað þúsund manns hafi farist þegar fellibylur gekk yfir Búrma um síðustu helgi. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, var í Búrma 2003. Hann óttast að mun fleiri hafi farist en herforingjastjórnin í landinu hefur viðurkennt.

Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Íslendingur sem var í Búrma lýsir hrikalegum veðurofsa á bloggsíðu sinni. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar.

Lík í frystikistunni
Þýska lögreglan handtók í morgun konu eftir að lík þriggja kornabarna fundust í frystikistu á heimili hennar.

ESB aðild Íslands aldrei rædd
Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma.

Karzai ómeiddur eftir tilræði
Talíbanar reyndu í morgun að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum. Forsetinn var viðstaddur fjölmenn hátíðarhöld í höfuðborginni Kabúl þar sem þess var minnst að 16 ár eru frá falli kommúnista stjórnar landsins. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi særst en 13 íslenskir friðargæsluliðar starfa í Kabúl.

Ísland með í friðarviðræðum
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum.

Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp
Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni.

Bréf Flögu vakna af blundi
Gengi hlutabréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu rauk upp um 41 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Alla jafna eru afar litlar hreyfingar á gengi bréfa í félaginu og þarf lítið til að hreyfa við þeim hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar.

Krónan veikist um tæpt prósent
Gengi krónunnar hefur veikst um tæp prósentustig síðan viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur gengisvísitalan í 153,9 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig eftir páska.

Rólegur föstudagsmorgun í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Flögu rauk upp um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Kaupþingi, sem fór upp um tæpt 1,1 prósent. Gengi Glitnis, SPRON og Straums hækkaði sömuleiðis en undir einu prósent.

Aðgerðir gegn vogunarsjóðum skila árangri
Aðgerðir íslenskra stjórnavalda og eftirlitsaðila gegn erlendum vogunarsjóðum, sem sakaðir eru um að hafa gert aðför að íslensku efnahagslífi, hefur skilað árangri. Þetta segir breska viðskiptablaðið Financial Times í dag og bendir á því til sönnunar að skuldatryggingarálag ríkis og bankanna hafi lækkað talsvert. Það bendi til að vogunarsjóðirnir hafi dregið sig í hlé.

Hagnaður Google fram úr væntingum
Bandaríski netleitarrisinn Google kom talsvert betur inn í árið en spáð hefur verið. Félagið hagnaðist um 1,31 milljarð dala, jafnvirði 98,5 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára.

EES-samningurinn viðkvæmur
Varaforseti Evrópuþingsins, segir að ef Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu nú, gætu þeir verið komnir þar inn fyrir jól. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé fallinn um sjálfan sig gangi eitt þriggja EFTA ríkja í sambandið.

Landsbankinn hækkaði mest í dag
Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 4,34 prósent á rauðum degi í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdi SPRON, sem féll um 3,64 prósent. Landsbankinn og Eimskipafélagið voru einu félögin sem enduðu á grænu í lok dags af þeim fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni
SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Stórtap hjá AMR
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár.

Ebay græðir á veikum dal
Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára.