Kvöldfréttir Stöðvar 2 Palestínskur maður segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, kom fram á fundinum. 27.1.2024 18:01
Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. 27.1.2024 14:09
Tjá sig ekki um þjóðerni hinna handteknu Mennirnir þrír sem handteknir voru eftir aðgerð lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti í vikunni hafa verið látnir lausir. Lögregla verst allra frétta af málinu. 27.1.2024 12:02
Kostulegur hvalaflutningur myndi toppa ráðuneytisflakk Bjarna Lögð verður fram vantrauststillaga á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi í vikunni. Sigmundur Davíð furðar sig á því hvað Sjálfstæðismenn hafa beðið lengi eftir viðbrögðum VG vegna málsins. Hann gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji tillöguna enda ekki verk hennar að styðja ríkisstjórnina. 21.1.2024 21:54
Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. 21.1.2024 21:49
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21.1.2024 13:44
Mennirnir á myndinni hafi ekkert með ummælin að gera Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. 21.1.2024 12:16
Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20.1.2024 21:51
„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. 20.1.2024 18:47
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20.1.2024 11:55