Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. 29.3.2024 16:56
Stefnir á nýtt afrek í Rubiks-heimum og styður soninn áfram Varaborgarfulltrúi Viðreisnar náði þeim áfanga um hátíðarnar að leysa Rúbiks-kubb, eða töfratening, á undir hálfri mínútu. Hann stefnir á að verða fyrstur Íslendinga til að leysa þrjá kubba í röð blindandi í keppni. 29.3.2024 15:51
Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29.3.2024 15:50
„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29.3.2024 14:27
Skíðin fundust óskemmd í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði í gær borgara sem týndi skíðum sínum í umferðinni í Reykjavík. Skíðin fundust svo óskemmd við fjölfarna umferðargötu. 29.3.2024 13:56
Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. 29.3.2024 12:20
Ákærður fyrir leynilega nektarmynd í Nauthólsvík Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að taka myndir af öðrum manni þar sem hann baðaði sig nakinn í sturtuklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. 29.3.2024 11:39
Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29.3.2024 10:05
Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. 29.3.2024 09:40
Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. 28.3.2024 17:00