Innlent

Ærandi þögn í Karp­húsinu, fanga­skipti og bið­listar sem lengjast

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ekkert hefur heyrst frá deiluaðilum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga frá því fjölmiðlum var gert að yfirgefa Karphúsið síðdegis í dag.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um fundinn sem hófst klukkan eitt í dag, en það var þá sem deiluaðilar áttu að vera búnir að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fulltrúar kennara hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína í dag. Við verðum í beinni frá Karphúsinu og freistum þess að fá svör um stöðu mála.

Við sýnum einnig frá fagnaðarfundum í Ísrael og Palestínu, eftir að gíslum og föngum var sleppt, sem hluti af vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela. Við segjum frá afleiðingum fárviðrisins sem gekk yfir landið í gær, fjöllum um gríðarlegan verðmun á leiguhúsnæði eftir rekstrarformi leigusala og hittum 84 ára konu sem rekur söluskála og var nýlega valin samborgari ársins í sínu sveitarfélagi.

Í Sportpakkanum förum við um víðan völl og ræðum meðal annars við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara karlalandsliðs Íslands í handbolta, um frammistöðu Íslands á HM og úrslitaleikin á morgun, þar sem Snorri segist halda með landa sínum Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska liðinu.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu 18:30, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×