Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Finna vel fyrir fækkun ferða­manna en láta ekki deigan síga

Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga.

Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu fram­bæri­legir til vinnu

Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum.

„Gott veður alls staðar á sunnu­dag og mánu­dag“

Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum.

„Hreint og klárt vist­morð sem hér á sér stað“

Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart.

Mikil og þétt um­ferð í dag

Nú í sumar rekur hver stóra ferðahelgin aðra alveg fram yfir Verslunarmannahelgi, jafnvel lengur, og þá tekur umferðin að þyngjast.

Ekkert elds­neyti í Staðar­­skála

Bensínstöð N1 í Staðarskála í Hrútafirði er án eldsneytis, vegna mannlegra mistaka hjá Olíudreifingu. Framkvæmdastjóri hjá N1 segir um klukkustund í að hægt verði að taka eldsneyti á stöðinni að nýju. 

Stjórnar­flokkarnir geti allir haft á­hyggjur

Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir.

Á­sakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt

Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 

Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst

Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 

Sjá meira