Lífið

Marg­braut á sér ökklann á Snæ­fellsjökli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
María Sigrún brosir þrátt fyrir meiðslin.
María Sigrún brosir þrátt fyrir meiðslin. Facebook

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska, margbraut á sér ökklann og sleit liðband og krossband. Hún bíður nú aðgerðar.

Frá þessu greinir María Sigrún á Facebook

„Margbraut á mér ökklann og sleit liðband og krossband í hné. Gifs í 8 vikur og svo verður gerð aðgerð á hnénu seint í sumar eða haust þegar ökklinn er orðinn góður. Þá koma aftur vikur á hækjum. Það er sumsé langt bataferli og endurhæfing framundan,“ skrifar María Sigrún, og birtir myndir með.

Þó nokkrar skrúfur hefur þurft til að koma ökklanum á sinn stað.Facebook

Góðu fréttirnar séu þó þær að hún muni ná bata, og hægt sé að lenda í mörgu verra.

„En ég er heppin að eiga svo góða að sem hjálpa mér með börnin og heimilið. Blessunarlega er ég frekar fótsterk fyrir og létt í lund svo það hjálpar í þessu eins og öðru. Nú fæ ég tíma til að lesa bækur, raða hugsunum mínum, skrifa, spjalla við gott fólk og plana hvað ég geri skemmtilegt þegar þetta er búið. Tek glöð við heimsóknum,- en þið verðið að hita kaffið sjálf.“


Tengdar fréttir

María Sig­rún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma

María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.