„Það mikilvægasta sem við eigum“ Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku. 10.1.2025 10:01
Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. 9.1.2025 19:01
Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Norðmaðurinn Per Matthias Högmo var ekki boðaður til viðtals hjá KSÍ vegna landsliðsþjálfarastarfs karla í fótbolta. Hann hefur verið orðaður við starfið en er að taka við Molde í heimalandinu. 9.1.2025 13:41
Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Tottenham vann 1-0 sigur á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöld. Svíinn ungi Lucas Bergvall réði úrslitum. 9.1.2025 10:06
Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Teiti Erni Einarssyni gefst stórt tækifæri á komandi heimsmeistaramóti að stimpla sig inn í íslenska landsliðið í fjarveru sveitungs síns Ómars Inga Magnússonar. Þetta er tækifæri sem Teitur hyggst grípa báðum höndum. 9.1.2025 10:01
Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. 8.1.2025 16:47
Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. 8.1.2025 14:31
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8.1.2025 11:15
Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Newcastle vann góðan 2-0 útisigur á Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í gærkvöld. Alexander Isak, sem var orðaður við Skytturnar í sumar, átti þátt í báðum mörkum gestanna. 8.1.2025 10:02
„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. 8.1.2025 07:30