„Höfum verið að bíða eftir þessu“ „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. 27.4.2024 12:01
Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. 27.4.2024 08:00
Dagskráin í dag: Brjálað að gera í Bestu deildinni Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag, hvort sem er í fótbolta, golfi, handbolta eða amerískum fótbolta. 27.4.2024 06:00
„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. 26.4.2024 23:30
Stjarnan skellti tvisvar á Belichick: „Það er eins gott að þetta sé ekki grín“ Mikil hátíð er í Detroit í Michigan þessa dagana þar sem nýliðavalið í NFL-deilinni í Bandaríkjunum fer fram. Fyrsta umferðin fór fram í gærkvöld og önnur og þriðja eru í kvöld. Bill Belichick, fyrrum þjálfari New England Patriots, sagði skemmtilega sögu á fyrsta kvöldinu. 26.4.2024 23:00
Leicester í úrvalsdeildina eftir rassskellingu Leeds Lið Leeds United missteig sig hrapallega í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur er liðið tapaði 4-0 fyrir QPR í Lundúnum í kvöld. Úrslitin þýða að Leicester City fer aftur upp í fyrstu tilraun. 26.4.2024 22:34
Stólpagrín gert að Terry vegna stjörnustæla hans Chelsea goðsögnin John Terry sat fyrir svörum í veigamiklu viðtali á dögunum og hefur ein saga hans vakið sérstaka athygli. Töluvert hefur verið grínast með hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 26.4.2024 22:00
Liverpool nær samkomulagi um Slot Liverpool hefur náð samkomulagi við hollenska liðið Feyenoord um greiðslu fyrir þjálfara liðsins Arne Slot. Allt bendir til að hann taki við Rauða hernum af Jurgen Klopp í sumar. 26.4.2024 21:28
Aþena sendi sterk skilaboð í fyrsta leik Allt stefnir í að lið Aþenu muni spila í deild þeirra bestu að ári. Liðið vann afar öruggan sigur í fyrsta leik þess við Tindastól í umspili um sæti í Subway deildinni. 26.4.2024 21:18
Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. 26.4.2024 21:11