„Það verða breytingar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 10:30 Arnar Gunnlaugsson og hans menn eru einum afar erfiðum leik frá því að komast í HM-umspilið. Getty/Ramsey Cardy „Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM. „Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
„Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira