Skrautlegur ferðadagur Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 12:15 Strákarnir okkar fögnuðu vel í Bakú en nú fer að koma að síðari úrslitaleik þessa glugga, við Úkraínu. Getty/Aziz Karimov Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira