Æfði 13 sinnum á viku fyrir ÓL: „Stanslaus áreynsla“ Ólympíumót fatlaðra í París verður formlega sett í dag. Róbert Ísak Jónsson ríður á vaðið fyrir hönd íslenska hópsins er hann stingur sér til sunds á morgun. 28.8.2024 12:32
Skipta ensku kantmennirnir? Chelsea og Manchester United eru bæði með enskan kantmann á sínum snærum sem félögin vilja losa sig við. Breskir miðlar greina frá því að leikmannaskipti séu ekki útilokuð. 27.8.2024 16:23
Hertha Berlín staðfestir komu Jóns Dags Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir þýska félagsins Herthu Berlínar frá OH Leuven í Belgíu. Þetta staðfestir Hertha á heimasíðu félagsins. 27.8.2024 10:47
Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. 27.8.2024 09:02
Liðsfélagi Haalands þreyttur á þrennunum Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði enn eina þrennuna fyrir Manchester City er liðið vann 4-1 sigur á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðsfélagarnir eru hættir að nenna að hrósa honum fyrir. 26.8.2024 17:15
Bjarki Steinn ekki með landsliðinu Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita. 26.8.2024 15:47
Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. 26.8.2024 13:32
Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. 23.8.2024 19:16
Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. 23.8.2024 12:17
„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. 22.8.2024 16:10