Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reynslu­boltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls

Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni.

Fundinum lokið án niður­stöðu

Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu.

Verk­lagi á­bóta­vant og krefur ríkis­lög­reglu­stjóra skýringa

Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. 

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Skvísur geti virkað sem hálf­gerðir þroskaþjófar

Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur.

Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkra­tryggingar greiða ekki niður

Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands.

„Það er allt svart þarna inni“

Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. 

Mannránstilraun í Kongó og tvö­föld ára­mót meðal eftir­minni­legustu ferðaævintýra Katrínar

Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum.

Sjá meira