Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórn Félags akademískra starfsmanna Bifrastar (FAB) segir að stjórnendur bifrastar, þar með talið rektor, byggi á því fyrir stjórn skólans að ekki hafi verið staðið rétt að málunum á fundi félagsins á miðvikudag þegar vantrausti var lýst yfir á yfirstjórn skólans. FAB segir ekkert til í þeim málflutningi. 18.1.2026 15:57
Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ 18.1.2026 14:03
Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verið verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. 18.1.2026 12:56
Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing vegna grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Einnig heyrum við frá utanríkisráðherra sem segir ákvörðunina vonbrigði og ítrekar stuðning við Danmörku og Grænland. 18.1.2026 11:49
Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins. Eldsneytisverð hefði þó mátt lækka enn frekar að mati ASÍ. 17.1.2026 15:48
„Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. 17.1.2026 12:55
Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Í hádegisfréttum á Bylgjunni fjöllum við áfram um ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á þær þjóðir sem setja sig upp á móti því að Bandaríkin eignist Grænland með einum eða öðrum hætti. 17.1.2026 11:52
Gagnrýnin hugsun skipti máli Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum. 16.1.2026 20:03
Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir mikilvægt að fara varlega með gervigreind í starfsemi háskóla í kjölfar frétta um að yfirstjórn Bifrastar hafi notað gervigreind til að meta höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. 16.1.2026 12:44
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Persónuvernd hefur verið bent á vinnubrögð rektors Háskólans á Bifröst sem virðist hafa notað gervigreind til að rökstyðja ásakanir um að starfsmenn hafi merkt sig ranglega sem meðhöfunda fræðigreina. Erlendir meðhöfundar greinanna eru sagðir hafa staðfest þátttöku fræðimannanna frá Bifröst. 15.1.2026 22:02