Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. 24.8.2025 19:36
Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Forsvarsmenn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar segjast harmi slegnir vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. Það megi teljast kraftaverk að ekki hafi farið verr og verða verkferlar nú endurskoðaðir. 24.8.2025 12:02
Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.8.2025 14:41
Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. 23.8.2025 12:20
„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. 22.8.2025 19:32
Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. 22.8.2025 09:35
„Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru. 20.8.2025 20:32
Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ítrekað innköllun loftpúða fjölmargra tegunda bíla sem voru framleiddir frá 1998 til 2019. Um er að ræða 31 bílategundir allt í allt. 19.8.2025 14:49
Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. 19.8.2025 12:43
„Réttu spilin og réttu vopnin“ Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. 18.8.2025 20:46