„Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. 28.9.2025 19:27
Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. 28.9.2025 12:20
Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. 28.9.2025 11:52
„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ 27.9.2025 20:57
Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. 27.9.2025 13:52
Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna. 27.9.2025 12:16
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23.9.2025 19:32
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23.9.2025 12:11
Segir lítið til í orðum ráðherra Fyrrverandi sviðstjóri hjá Mannviti segir lítið til í orðum umhverfis og orkuráðherra um að sérleyfum fyrir olíuleit og vinnslu hafi verið skilað vegna þess að litlar líkur hafi verið taldar á olíufundi. Hann segir að aðeins síðasta skrefið hafi verið eftir áður en pólitík í Noregi og fjárhagskraggar hjá kínversku félagi spillti fyrir. 19.9.2025 20:02
Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla, eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort maðurinn hafi haft samræði við drenginn. 19.9.2025 16:13