Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28.11.2024 17:29
„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ „Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ 27.11.2024 21:15
Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ 27.11.2024 20:19
Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi. 27.11.2024 18:37
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27.11.2024 18:10
Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. 27.11.2024 15:30
Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace. 24.11.2024 16:59
Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. 24.11.2024 15:30
Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5. 24.11.2024 14:43
Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24.11.2024 13:46