Eigandi Kjötkompaní selur Hafnarfjarðarhöllina Matreiðslumeistarinn og eigandi Kjötkompanís Jón Örn Stefánsson og Hildur Sigrún Guðmundsdóttir hafa sett glæsilegt parhús sitt í Ásunum í Hafnarfirði til sölu. Ásett verð er 189,9 milljónir. 22.8.2023 20:00
„Eins mikið og ég elska þessar stelpur gæti ég ekki viku í viðbót“ Fyrsta stiklan af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefur verið birt. Þar má sjá vinkonurnar og áhrifavaldana Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu ferðast, skála, gráta, hlægja og allt þar á milli. 22.8.2023 13:59
Hlaupaparið á von á tvíburum Fyrrverandi afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eiga von á eineggja tvíburum í byrjun næsta árs. 22.8.2023 10:08
Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. 14.8.2023 12:00
Hlýleg og nútímaleg miðbæjarperla Á vinsælum stað í hjarta Reykjavíkur má finna sjarmerandi 60 fermetra íbúð á þriðju hæð. Húsið er byggt árið 1980 en íbúðin var öll endurnýjuð að innan árið 2021. 8.8.2023 17:25
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8.8.2023 15:19
Stjörnulífið: Þjóðhátíð, Barbie útibíó og ást á Ítalíu Íslensku stjörnurnar halda áfram að njóta sumarsins hvort sem það er erlendis eða úti á landi. Liðin vika einkenndist af ferðalögum á einni stærstu ferðahelgi ársins, en sumarfríum landsmanna fer senn að ljúka. Útihátíðir voru vinsælar um helgina, þá sérstaklega Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8.8.2023 11:24
Pálmi ætlar að breyta heiminum Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson gaf út lagið Ég skal breyta heiminum í dag. Lagið var samið af syni Pálma, Sigurði Helga Pálmasyni og textann samdi tónlistamaðurinn og textasmiðurinn Bragi Valdimar Skúlason. 4.8.2023 19:43
Sara Péturs á von á barni Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni. 4.8.2023 15:15
Stefndi á Herjólfsdal en telur í fjöldasöng á Flúðum „Það er einstök tilfinning þegar fólk syngur með í brekkunni. Það er dásamlegt og svo mikil ást í loftinu,“ segir tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Grétarsson, þekktur sem Bjössi í Greifunum. Hann mun leiða brekkusönginn í Torfadal á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld. 4.8.2023 15:01