Hræðist að segja frá háttsettum vændiskaupendum í þjóðfélaginu Íslensk 32 ára kona sem leiddist út í vændi í kjölfar vímuefnaneyslu segir sögu sína í nýjasta hlaðvarpsþætti Sterk saman. Konan sem kýs að halda nafnleynd er edrú í dag og hefur sagt skilið við þennan heim. 4.12.2023 13:09
Stjörnulífið: Seiðandi Salka, áhrifavaldar í París og jólaglamúr Stjörnur landsins tóku fagnandi á móti aðventunni með glamúr og gleði. Helstu áhrifavaldaskvísur landsins skelltu sér til Parísar að fagna þrítugsafmæli, jólatónleikaröðin er farin af stað og margir deila huggulegum jólahefðum. 4.12.2023 10:55
Barnaherbergið sannkallað ævintýraland Í lokaþætti af Skreytum hús heimsótti Soffía Dögg Garðarsdóttir Þórunni Ernu Clausen og fjölskyldu hennar, sem hafa staðið í langvarandi framkvæmdum. Margt fór úrskeiðis í ferlinu sem hefur orðið til þess að herbergi heimasætunnar hefur setið á hakanum. Soffía Dögg endurskipulagði rýmið og úr varð þetta dásamlega ævintýraland. 4.12.2023 07:00
„Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og leikkona, segir gestgjafahlutverkið vera henni í blóð borið og elskar hún fátt meira en að halda góð spilakvöld. Hún lýsir sjálfri sér sem algjörri Pollýönnu sem er uppfull af þekkingu um textasmíð tónlistarkonunnar Talyor Swift og Ólafar ríku frá Skarði. 1.12.2023 20:46
Hjálpaði manni að opna á samræður og „fleira“ á stefnumóti Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda. 1.12.2023 14:25
Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum. 1.12.2023 12:54
Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta. 1.12.2023 09:43
„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30.11.2023 21:01
Segir engin jól án sörubaksturs Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni. 30.11.2023 15:05
Vítalía óskar þess að finna ástæðu til að brosa oftar Vítalía Lazareva fagnaði 26 ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birti hún færslu á Instagram þar sem hún segir frá því hvernig síðastliðin ár hafi mótað hana og gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag. 30.11.2023 13:24