Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26.8.2025 19:03
Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða var fram haldið í dag og ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar var meðal þeirra sem gaf skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti kvöldinu þegar hann var numinn á brott við heimili sitt, frelsissviptur og beittur ofbeldi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. 26.8.2025 18:26
Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Fréttamaður okkar var í dómsal og fer ítarlega yfir það sem kom þar fram í kvöldfréttum á Sýn. 25.8.2025 18:00
Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni. 25.8.2025 11:41
Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. 18.8.2025 18:57
Pólitískur refur og samningamaður mætast Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. 15.8.2025 13:08
Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. 13.8.2025 18:01
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. 13.8.2025 12:01
Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 12.8.2025 18:02
Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. 12.8.2025 12:46