Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði eftir tillögum frá almenningi og fyrirtækjum um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur um komandi sparnaðarleiðir. 2.1.2025 18:00
Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. 2.1.2025 11:43
Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Fylgi flokks Fólksins dregst saman um rúm þrjú prósentustig frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu og stendur í tæpum ellefu prósentum. 31.12.2024 12:32
Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Fylgi flokks Fólksins dregst saman frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu en hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta við sig. Við rýnum í glænýja könnun á fylgi flokkanna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan 12. 31.12.2024 11:32
Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Maðurinn er breyskur og öll gerum við mistök. Sem betur fer eru þau stundum bara skemmtileg og jafnvel fyndin. Í þessum síðasta fréttaannál ársins skyggnumst við á bak við tjöldin á fréttastofunni. 31.12.2024 07:30
Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fjölskylduvin sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni og segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng 30.12.2024 18:02
Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30.12.2024 12:21
Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf. 24.12.2024 11:47
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20.12.2024 18:02
Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. 20.12.2024 12:25