Hvar er opið um áramótin? Gamlársdagur er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðasta hráefnið í áramótakokteilinn eða síðustu flugeldatertuna. Verslanarekendur víða gefa starfsfólki sínu frí á nýársdag, en fréttastofa tók saman hvar er opið yfir áramótin og hve lengi. 31.12.2024 10:21
Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 31.12.2024 09:21
Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu í Vogum á Vatnsleysuströnd í kvöld. 30.12.2024 00:40
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30.12.2024 00:16
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29.12.2024 23:03
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29.12.2024 21:23
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 29.12.2024 19:42
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29.12.2024 19:01
Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. 29.12.2024 17:45
Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Ísraelsher handtók meira en 240 Palestínumenn er hann gerði áhlaup á sjúkrahús í Gasa í gær. Forstjóri og tugir starfsmanna sjúkrahússins eru sagðir í haldi Ísraela eftir áhlaupið. 28.12.2024 23:58