Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Á sama tíma og þrír íslenskir þjálfarar eru komnir í undanúrslit Evrópumóts karla í handbolta þá var sá fjórði, Aron Kristjánsson, að stýra liði Kúveit til bronsverðlauna á Asíumótinu. 29.1.2026 14:40
Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Íslenska handboltalandsliðið verður með blaðamannafund í Herning í dag, fyrir undanúrslitaleikinn við Danmörku á EM annað kvöld. Vísir verður með beint streymi frá fundinum. 29.1.2026 14:31
Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Álagið á leikmönnum á Evrópumótinu í handbolta er nær ómannlegt og þá getur skipt sköpum að fá nægilega góðan nætursvefn. Þetta veit Þjóðverjinn Lukas Mertens sem fékk nóg af hrotunum í herbergisfélaga sínum. 29.1.2026 14:00
Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Íslenska landsliðið er eitt þeirra sem eiga flestar tilnefningar í stjörnulið mótsins á EM í handbolta í ár. Kosning er hafin á vegum Handknattleikssambands Evrópu. 29.1.2026 13:25
Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ „Hann var stórkostlegur,“ sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu um Óðin Þór Ríkharðsson sem fór á kostum í sigrinum stóra gegn Slóveníu í gær. Ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar fyrir mót hafi gengið fullkomlega upp. 29.1.2026 12:32
Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson hefur sett stefnuna á að komast á sjálft heimsmeistaramótið í Alexandra Palace en leiðin þangað er löng, torfær og kostnaðarsöm. 29.1.2026 12:02
Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Félögin í Bónus-deildunum í körfubolta hafa nú aðeins rúma tvo sólarhringa til þess að bæta við mannskap áður en félagaskiptaglugganum verður lokað og læst. Valur og KR hafa nú skráð inn nýja leikmenn. 29.1.2026 11:08
Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Íslendingar eiga fyrir höndum undanúrslitaleik við Dani á EM í handbolta annað kvöld, í Herning. Alls eru 47 ár síðan að Ísland vann Danmörku fyrst á útivelli, eins og fyrrverandi forsetinn og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson rifjaði upp á Facebook. 29.1.2026 10:07
Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skortur á miðum gerir það að verkum að engar hópferðir verða frá Íslandi á undanúrslit Evrópumóts karla í handbolta í Herning á morgun. 29.1.2026 09:43
Skuldar þjálfara Dana öl Þó að Danir væru þegar búnir að tryggja sig inn í undanúrslit á EM í handbolta, fyrir leiki gærdagsins, þá höfðu úrslitin í leik þeirra gegn Noregi afar mikla þýðingu fyrir önnur lið. 29.1.2026 09:33
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti