„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina. 9.5.2025 22:00
Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. 9.5.2025 15:45
Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. 9.5.2025 12:02
Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. 9.5.2025 11:30
Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld. 9.5.2025 09:30
Alfreð reiður út í leikmenn sína Þýskir miðlar segja frá því að Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hafi verið allt annað en sáttur við suma af leikmönnum sínum eftir 32-32 jafnteflið við Sviss í fyrrakvöld. 9.5.2025 08:31
Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Xabi Alonso hættir sem þjálfari þýska liðsins Leverkusen til að snúa aftur til Madridar og taka við spænska stórveldinu Real Madrid. Ítalinn Carlo Ancelotti verður kvaddur með virktum þann 25. maí. 9.5.2025 07:36
Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. 8.5.2025 16:30
Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. 8.5.2025 15:00
Frá Eyjum til Ísraels Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels. 8.5.2025 14:31