„Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Manchester City skoraði sigurmark gegn Nottingham Forest sem virtist koma beint af æfingasvæðinu. Í Sunnudagsmessunni fékk City-liðið hrós og menn voru ánægðir með að dómari leiksins skyldi ekki falla fyrir „rebbabragði“ Morgan Gibbs-White. 30.12.2025 15:45
Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Japaninn Kazuyoshi Miura, sem á sínum tíma skoraði 55 mörk í 89 landsleikjum, verður 59 ára gamall í febrúar en lætur það ekki stoppa sig í að halda áfram ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. 30.12.2025 15:02
Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Það er loksins farið að rofa til hjá landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni sem misst hefur af öllu haustinu vegna meiðsla. Hann gæti snúið aftur til leiks á sunnudaginn, gegn Atlético Madrid, undir stjórn nýs þjálfara Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í fótbolta. 30.12.2025 14:15
Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard hefur tekið saman lista yfir tíu bestu handboltamenn heims og hann valdi tvo Íslendinga. 30.12.2025 13:34
Liðið sem gerir stólpagrín að xG Arsenal tekur á móti Aston Villa í sannkölluðum stórleik í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Villa-menn hafa gert ótrúlega hluti varðandi vænt mörk (xG eða Excpected Goals) í leikjum sínum og geta með sigri í kvöld jafnað Arsenal að stigum á toppnum. 30.12.2025 12:46
Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. 30.12.2025 11:02
Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Hetjur Stjörnunnar frá síðasta vori verða í sviðsljósinu í kvöld á Sýn Sport Ísland þegar sérstakur þáttur um leiðina að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í körfubolta karla verður sýndur. 30.12.2025 10:01
Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Alfons Sampsted fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði enska knattspyrnufélagsins Birmingham í gærkvöld og þótti standa sig afar vel. Hann kveðst þó alltaf hafa verið meðvitaður um að staða sín hjá félaginu væri ekki góð. 30.12.2025 09:30
Býst núna við því versta frá áhorfendum Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti. 30.12.2025 08:28
Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Norska skíðaskotfimisambandið íhugar nú að breyta undirbúningnum fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram undan eru í febrúar, eftir að landsliðsmaðurinn Sivert Bakken lést fyrir viku. 30.12.2025 08:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent