Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breytingar hjá Breiðabliki

Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg.

KA fær Dag aftur heim

KA hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir seinni hluta keppnistímabilsins í handbolta því hornamaðurinn Dagur Gautason er snúinn heim úr atvinnumennsku.

Albert fær liðsfélaga frá Leeds

Albert Guðmundsson er að fá nýjan liðsfélaga hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina en það er enski kantmaðurinn Jack Harrison sem kemur að láni frá Leeds.

Guð­rún klæðist grænu á nýjan leik

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir hefur fundið sér nýtt félag, eftir skamma dvöl í Portúgal, og snýr nú aftur í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar til félags með íslenskan yfirmann íþróttamála.

KR í sam­starf við akademíu í Gana

Tveir knattspyrnumenn eru væntanlegir til KR á næstu dögum úr Field Masters Academy, knattspyrnuakademíu í Accra í Gana. Koma þeirra er hluti af nýju samstarfi KR við akademíuna.

Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest

Körfuknattleikssamband Íslands fær meira en hálfa milljón króna vegna sekta sem aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hefur nú tilkynnt um að hafi verið útdeilt. Hæstu sektina fá Grindvíkingar og þjálfari Sindra á Hornafirði hefur verið sektaður um samtals 90.000 krónur.

Skytturnar með for­ystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres

Arsenal vann 3-2 á útivelli gegn Chelsea og fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Viktor Gyökeres skoraði og lagði upp fyrir Skytturnar en Alejandro Garnacho skoraði tvennu fyrir Chelsea.

Sjá meira