Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31.8.2025 08:27
Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. 31.8.2025 07:37
Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. 30.8.2025 14:34
Þorgerður á óformlegum fundi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands. 30.8.2025 12:12
Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. 30.8.2025 11:39
Hvar er Donald Trump? Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. 30.8.2025 10:59
Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara. 30.8.2025 09:57
Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Forsvarsmenn Úkraínska hersins segjast hafa gert árásir á tvær olíuvinnslustöðvar í Rússlandi í nótt. Rússar skutu á sama tíma fjölmörgum eldflaugum og drónum að borgum og bæjum víðsvegar um Úkraínu. 30.8.2025 09:06
Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 30.8.2025 08:14
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. 30.8.2025 07:29
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent