Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísbendingar eru um aukinn hraða á landrisinu við Þorbjörn og kvika streymir mun hraðar en áður inn í svokallaða syllu undir svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem kom fram á upplýsingafundi almannavarna um jarðhræringarnar á Reykjanesi og við skoðum varaaflsstöðvar sem verið er að koma upp í Grindavík. 6.11.2023 18:05
Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. 3.11.2023 15:28
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3.11.2023 11:43
Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. 3.11.2023 10:50
UFC 5: Fátt nýtt í annars fínum leik Það eru engir aðrir leikir sem fanga blandaðar bardagalistir eins og UFC serían. Fimmti leikurinn er sá fyrsti í þrjú ár og hafa nokkrar vel heppnaðar breytingar verið gerðar milli leikja. Þær mættu þó vera fleiri og umfangsmeiri þar sem UFC 5 fetar frekar vel troðna slóð. 3.11.2023 08:45
Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. 3.11.2023 08:01
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2.11.2023 15:54
Disney kaupir Comcast úr Hulu Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar. 2.11.2023 10:49
Föruneyti Pingsins: Barist og galdrað á Sverðsströndinni Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3. 1.11.2023 19:30
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1.11.2023 14:58