Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Út­sendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flug­vélum

Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Sigur­vegarar í keppni Musks ekki valdir af handa­hófi

Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins.

Einn fluttur á sjúkra­hús eftir á­rekstur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Slysið varð á níunda tímanum í kvöld.

Haustið 2008 að ein­hverju leyti „reyfarakennt“

Ævisaga Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, kom út í dag. Geir segist hafa talið það hálfgerða skyldu sína að skrifa bók um viðburðaríka ævi sína.

GameTíví: Berjast gegn hjörðum upp­vakninga

Strákarnir í GameTíví munu berjast fyrir lífi sínu gegn hjörðum uppvakninga í kvöld. Nýjasti Call of Duty leikurinn, sem ber nafnið Black Ops 6 verður spilaður í streymi kvöldsins.

Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París

Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra.

Rúm­lega tvö hundruð látnir eftir flóðin

Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða.

Kim hafi stutt Rússa frá upp­hafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Sjá meira