Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. 30.8.2025 11:39
Hvar er Donald Trump? Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. 30.8.2025 10:59
Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara. 30.8.2025 09:57
Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Forsvarsmenn Úkraínska hersins segjast hafa gert árásir á tvær olíuvinnslustöðvar í Rússlandi í nótt. Rússar skutu á sama tíma fjölmörgum eldflaugum og drónum að borgum og bæjum víðsvegar um Úkraínu. 30.8.2025 09:06
Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 30.8.2025 08:14
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. 30.8.2025 07:29
Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. 30.8.2025 07:12
Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur. 29.8.2025 16:48
Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir. 29.8.2025 16:24
Skutu hver annan fyrir orður og bætur Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. 29.8.2025 16:01