Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spjótin beinast að syni Reiners

Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall.

Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir á­rásina

Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina.

Starfs­menn Louvre mót­mæla slæmum að­stæðum

Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum.

Morðinginn í Brown gengur enn laus

Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er.

Virkjunar­leyfi Hvammsvirkjunar endur­nýjað

Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin.

Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon.

Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa her­numið

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni.

Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019.

Sagður til­búinn að yfir­gefa Venesúela með frið­helgi

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn.

Sjá meira