Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyna fjand­sam­lega yfir­töku á Warner Bros.

Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix.

Segir að taka þurfi mikil­vægar á­kvarðanir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir.

Ætla að gera út af við hernaðar­getu Kambódíu

Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga.

Með byssu í stærstu verslunar­mið­stöð Oslóar

Lögreglan í Osló hefur handtekið mann sem sagður er hafa mætt með skotvopn í verslunarmiðstöðina Storo, þá stærstu í borginni, og hleypt þar af allavega einu skoti. Maðurinn mun hafa verið handtekinn en fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri verslunarmiðstöðinni í bili.

Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vanda­mál“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði.

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Hand­tóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit

Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins.

Ógnaði öryggi her­manna með Signal-spjalli

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök.

Hand­tekinn eftir slags­mál á Lauga­vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugavegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi.

Vöruðu við því að Banda­ríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu

Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu.

Sjá meira