Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Trump hafa per­sónu­leika alkó­hól­ista

Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista.

Brestir í MAGA-múrnum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa.

Lögðu lengi á ráðin um her­lög

Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár.

Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki

Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands.

Ó­sátt við lög­reglu sem leitar enn morðingjans

Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda.

Lögðu á ráðin um sprengju­á­rásir í Kali­forníu

Fjórir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sprengjur víðsvegar um Kaliforníu á nýárskvöld og ráðast á skotmörk sem tengjast Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Mennirnir eru sagðir tilheyra anga samtaka sem kallast Turtle Island Liberation Front.

Grönduðu kaf­bát í fyrsta sinn með neðansjávardróna

Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna.

Segir Reiner hafa verið myrtan vegna and­úðar í sinn garð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andúð leikstjórans Robs Reiner á sér hafi leitt til þess að hann hafi verið myrtur. Ekkert liggur fyrir um tilefni þess að Reiner og Michele eiginkona hans voru myrt en fregnir hafa borist af því að sonur þeirra hafi verið handtekin og sé grunaður um að hafa framið morðin.

Krefjast þess enn að Úkraínu­menn hörfi frá Donbas

Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC.

Spjótin beinast að syni Reiners

Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall.

Sjá meira