„Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8.10.2025 20:32
Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. 8.10.2025 19:01
Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. 8.10.2025 17:54
Dularfull brotlending nærri Area 51 Lofthelginni yfir hinni leynilegu flugstöð „Area 51“ í Nevada í Bandaríkjunum var lokað í síðasta mánuði eftir að ótilgreint flugfar brotlenti þar nærri. Engan mun hafa sakað en mikil leynd hvílir yfir slysinu og hafa hernaðaryfirvöld varist allra frétta. 7.10.2025 23:55
Virði gulls í methæðum Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári. 7.10.2025 22:48
Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna í dag að opinberir starfsmenn muni ekki fá greidd laun fyrir þann tíma sem rekstur alríkisins verður stöðvaður. Slíkt hefur alltaf verið gert áður en vika er liðin frá því fjárlög runnu út og virðast þingmenn ekkert hafa náð saman um lausn á deilunni. 7.10.2025 21:02
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. 6.10.2025 23:01
AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna. 6.10.2025 22:46
Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ 6.10.2025 20:16
Hæstiréttur hafnar Maxwell Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. 6.10.2025 18:31