Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Einn sagður hafa drepið hina tvo

Lögreglan í Noregi telur nú að einn þeirra þriggja sem fundust látnir í suðurhluta Noregs í morgun hafi banað hinum tveimur. Enn er til rannsóknar hvernig hinn grunaði dó og hvort hann hafi mögulega einnig verið myrtur.

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar

Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

Morð í Sví­þjóð ekki eins fá í ára­tug

Manndrápum fækkaði mjög í Svíþjóð í fyrra og hefur morðtíðni þar í landi ekki verið lægri í áratug. Í heildina var 92 banað í Svíþjóð í fyrra en árið 2023 var 121 myrtur. Heilt yfir hefur ofbeldisglæpum fækkað töluvert milli ára.

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömur­legi leikur sem netið lofaði

Leikurinn Assassins Creed Shadows kom mér bara nokkuð á óvart. Internetið var fyrir mörgum mánuðum síðan búið að staðfesta að leikurinn sökkaði. Svo er samt ekki. Þetta er bara frekar góður leikur, þó sagan sé ekkert beint framúrskarandi. Sögusviðið er samt frábært og það er alltaf jafn undarlegt að Ubisoft hafi ekki leitað þangað fyrr.

Segir gömlu sam­bandi Kanada við Banda­ríkin lokið

Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Sól­myrkvi á laugar­daginn

Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026.

Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“

Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið.

Sigaði löggunni á blaðbera

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða.

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Sjá meira