Litla kaffistofan skellir í lás Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960. 26.6.2025 16:26
Bryndís vill íslenska hermenn á blað Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. 26.6.2025 14:40
Pólitískt skemmdarverk unnið á höggmynd Skemmdarverk var unnið á listaverki Samstarfi, eða Partnership, sem stendur við Sæbraut skammt frá Höfða í Reykjavík. Skemmdarverkið lítur út fyrir að hafa verið pólitísks eðlis. 26.6.2025 13:24
Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó. 26.6.2025 12:11
„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26.6.2025 10:58
Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. 25.6.2025 16:37
Þorgerður brák grafin úr gleymsku Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir. 25.6.2025 15:54
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. 25.6.2025 14:00
Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25.6.2025 11:33
Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum. 22.6.2025 23:59