Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19.6.2025 19:10
Ótrúlegar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki. 19.6.2025 17:56
Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 19.6.2025 16:31
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19.6.2025 15:22
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð. 18.6.2025 22:35
Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Bíllinn sem logaði við munna Norðfjarðargöngunum var hlaðinn þrjú þúsund lítrum af málningu og þrjú þúsund lítrum af olíu. Hann varð því alelda á mjög skömmum tíma en ökumaður komst út af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. 18.6.2025 21:48
Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. 18.6.2025 20:53
Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. 18.6.2025 20:28
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur. 18.6.2025 18:11
Ók á húsvegg Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki. 18.6.2025 17:44