Íþróttafréttamaður

Óskar Ófeigur Jónsson

Óskar Ófeigur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“

Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu.

Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit

Gervonta Davis, fyrrverandi þriggja þyngdarflokka meistari í hnefaleikum, var handtekinn í Miami á miðvikudag, tveimur vikum eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum vegna ákæru um líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til mannráns.

Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli

Fjögur Íslendingalið komust áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en lokaumferðin fór fram í kvöld. Midtjylland, Lille, Panathinaikos og Brann verða með þegar úrslitakeppnin fer fram en þrjú þeirra síðastnefndu fara í umspilið um sæti í sextán liða úrslitum.

Sjá meira