Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Norðmenn eru afar spenntir fyrir leik í Meistaradeildinni í fótbolta annað kvöld en Bodö/Glimt tekur þá á móti Manchester City norðan við heimskautsbaug. 19.1.2026 19:29
Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Allir sex Íslendingarnir sem tóku þátt í Norðurlandamótinu í blönduðum bardagaíþróttum, MMA, komu heim með verðlaun. Alls komu Íslendingarnir heim með þrenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. 19.1.2026 19:06
Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Austurríkismenn unnu eins marka sigur á Serbíu á EM í handbolta í kvöld en þetta voru góð úrslit fyrir Alfreð Gíslason og lærisveina hans í þýska landsliðinu sem spila upp á líf eða dauða við Spánverja seinna í kvöld. 19.1.2026 18:43
Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta eru nánast öruggir áfram í milliriðli á EM í handbolta eftir sex marka sigur á Hollendingum í kvöld en Hollendingar eru úr leik. 19.1.2026 18:36
Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Marokkóska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að það muni leggja fram kvartanir til Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og Knattspyrnusambands Afríku (CAF) eftir uppákomuna í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. 19.1.2026 18:02
Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Levadiakos héldu sigurgöngu sinni áfram í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19.1.2026 17:55
Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18.1.2026 19:01
Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Íslenski markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í miklu stuði á vítapunktinum í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í handbolta og sá til þess að Ítalir nýttu aðeins þrjú af sjö vítaköstum sínum í leiknum. 16.1.2026 19:50
„Höllin var æðisleg“ Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í kvöld og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum. Janus Daði kom inn af bekknum og skilaði átta mörkum úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum. 16.1.2026 19:29
Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sannfærandi þrettán marka sigur á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 16.1.2026 19:09
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti