Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. 10.12.2024 22:11
Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með frammistöðu leikmanna sinna í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Girona í Meistaradeildinni. Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína og er eitt á toppnum. 10.12.2024 21:37
Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 10.12.2024 21:23
Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Kristín Þorleifsdóttir og félagar hennar í sænska kvennalandsliðinu í handbolta tryggðu sér í kvöld sæti í leiknum um fimmta sætið á EM. 10.12.2024 21:07
Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópubikarnum í kvöld. 10.12.2024 20:56
Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Liverpool hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeildinni eftir að liðið sótti sigur til Katalóníu í kvöld. 10.12.2024 19:37
Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Heimsmeistarar Frakka og Ólympíumeistarar Norðmanna mætast ekki fyrr en í fyrsta lagi í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í handbolta. 10.12.2024 18:32
Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að styðja úthlutun Alþjóða Knattspyrnusambandsins á næstu tveimur heimsmeistaramótum karla en það verður gefið út formlega á morgun hvar mótin fara fram. 10.12.2024 18:17
Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10.12.2024 17:48
Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. 10.12.2024 07:00