Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool þarf enn á ný að hugsa út fyrir kassann til að leysa hægri bakvarðarstöðuna hjá liðinu. 21.11.2025 15:30
Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Argentínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að Rosario Central væri deildarmeistari ársins 2025 og afhenti liðinu nýstofnaðan titil. 21.11.2025 13:00
Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. 21.11.2025 12:31
Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Norsku handboltasysturnar Sanna og Silje Solberg þekkja það vel að spila saman með norska landsliðinu en þær hafa aftur á móti ekki verið í sama félagsliði í ellefu ár. 21.11.2025 12:00
Ráku syni gamla eigandans NBA-körfuboltafélagið Los Angeles Lakers hefur rekið stjórnendurna Joey og Jesse Buss úr stjórnunarstöðum sínum hjá félaginu. Þeir eru synir fyrrum eiganda félagsins. 21.11.2025 11:31
Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Liverpool-menn héldu að þeir höfðu jafnað metin í stórleiknum á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og komið sér með því inn í leikinn. Markið var hins vegar dæmt af en sérfræðingar og aðrir hafa síðan rifist um niðurstöðuna og það ósætti nær alla leið inn á borð dómaranefndar ensku úrvalsdeildarinnar. 21.11.2025 11:03
McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós. 21.11.2025 10:03
Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ HSÍ opinberaði í gær nýjan framkvæmdastjóra sambandsins sem tekur við störfum um áramótin. Fjárhagsstaða sambandsins er aðkallandi verkefni. 21.11.2025 09:03
Sadio Mané hafnaði Manchester United Sadio Mané hefur sagt frá því að hann hafi hafnað því að fara til Manchester United ári áður en hann samdi við Liverpool vegna þess að hann var ekki sannfærður um fullyrðingar knattspyrnustjórans Louis van Gaal um að hann myndi spila nógu mikið í liði með þá Wayne Rooney, Robin van Persie og Ángel Di María innan borðs. 21.11.2025 08:31
Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Hvað áttu að gera þegar þú ert móðir eða amma, finnur ekki pössun og verður að komast í ræktina? Ein slík kona fann sína leið en hlaut fyrir vikið hörð viðbrögð hjá mörgum í netheiminum. 21.11.2025 08:02