Íslendingar feta ótroðnar slóðir í heimi sýndarveruleika Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Aldin vinnur nú að gerð fyrsta íslenska tölvuleiksins sem kemur út á PlayStation 5 leikjatölvuna. Um er að ræða sýndarveruleikinn Waltz of the Wizard sem sérhannaður er fyrir PlayStation VR 2 hjálminn. 9.9.2023 23:01
Vaknaði „einhleypur“ við hlið kærustunnar í New York Sigurður Ingvarsson, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru nýflutt. Honum krossbrá þegar vinur hans sendi honum slúðurfrétt og sá að hann væri nú orðinn „einhleypur,“ í hið minnsta í umfjöllun Smartlands. 8.9.2023 17:20
Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. 8.9.2023 14:24
Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. 8.9.2023 13:59
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8.9.2023 13:01
Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8.9.2023 11:57
Ófremdarástand í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun segir að ófremdarástand ríki í skilum ársreikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa uppfyllt skilaskyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið alvarlegum augum. 8.9.2023 10:36
Breyttur tími fyrir sjósundsfólk Áfram verður opið á föstudögum á Ylströndinni í Nauthólsvík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánudögum og opnunartímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg til Vísis. 8.9.2023 06:46
Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. 7.9.2023 16:36
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7.9.2023 13:49
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent