Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vatna­skóga­strákum barst óvæntur risa styrkur

Nóa Pétri Ás­dísar­syni Guðna­syni og fé­lögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumar­búðir KFUM og KFUK í Vatna­skógi, í til­efni af hundrað ára af­mæli þeirra, barst heldur betur ó­væntur liðs­styrkur. Tveir skógar­menn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í októ­ber og þar til 3. nóvember næst­komandi.

Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur

Ragn­hildur Eik Árna­dóttir, lög­maður og brota­þoli í máli Jóhannesar Tryggva­sonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Lands­rétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í á­tján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miska­bætur.

Dómur Jóhannesar Tryggva fyrir nauðgun þyngdur

Lands­réttur þyngdi í dag dóm yfir Jóhannesi Tryggva Svein­björns­syni vegna nauðgunar­brots gegn konu á nudd­stofu hans árið 2012. Jóhannes var dæmdur í á­tján mánaða fangelsi og til þess að greiða tvær milljónir króna.

Svan­dís sé ó­sátt en Ás­laug sér ekki eftir neinu

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávar­­út­vegsins þar sem hún skaut á sam­ráð­herra sinn Svan­­dísi Svavars­dóttur. Hún segist búin að ræða við sam­ráð­herra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun.

Fleiri far­þegar í septem­ber en á sama tíma í fyrra

Icelandair flutti 416 þúsund far­þega í septem­ber. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur fé­lagið flutt um 3,4 milljónir far­þega, ní­tján prósentum fleiri en yfir sama tíma­bil í fyrra.

Ný tegund net­svika beinist að heima­banka Ís­lendinga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við nýju formi net­svika, svo­kölluðum smis­hing á­rásum. Þar er mark­miðið að yfir­taka heima­banka með al­var­legum af­leiðingum, að því er segir í til­kynningu lög­reglunnar. Fólk fái skila­boð sem líti út fyrir að vera frá þeirra við­skipta­banka.

Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjár­hæðir séu lagðar í rekstur Sam­keppnis­eftir­litsins á hverju ári. Hann skorar á stjórn­völd að tryggja eftir­litinu nægt fjár­magn svo hægt sé að auka til muna eftir­lit með sam­keppnis­brotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði.

Björk og Rosali­a berjast gegn sjó­kvía­eldi með lagi

Björk vill á­samt spænsku söng­konunni Rosaliu leggja bar­áttunni gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi lið. Þær hafa til­kynnt út­gáfu lags í októ­ber og hvetja alla Ís­lendinga til að mæta á mót­mæli gegn fisk­eldi á Austur­velli á laugar­dag. Þar mun Bubbi stíga á svið.

Fyrsta skóflu­stungan tekin við Grens­ás

Heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, tók í dag fyrstu skóflu­stunguna að nýrri við­byggingu við Grens­ás­deild Land­spítala. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Sjá meira