Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar

Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur.

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum

Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir.

Þurfti að gista inn í skála í Básum vegna vatnavaxta

Talsverðri úrkomu er spáð á Suður- og Vesturlandi í dag og útlit fyrir vatnavexti í ám og lækjum. Skálavörður í Básum segir að rignt hafi linnulaust frá því í fyrradag og að nánast ófært sé á svæðinu.

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.

Sjá meira