„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:45 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún óskar eftir því að sviðslistastofnanir landsins fái sömu undanþágu frá tveggja metra reglunni og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brýnt sé að standa vörð um menningu og listir, sérstaklega á tímum faraldurs. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“ Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“
Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16