Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins. 28.6.2025 08:41
Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Innbrotsþjófur sem hafði reynt að brjótast inn í fyrirtæki var gripinn við að brjótast inn í bíl. Ökumaður sem flúði undan lögreglu á móti umferð var handtekinn semog allir farþegar bíls sem var ekið inn í búð. 28.6.2025 07:41
Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. 27.6.2025 14:06
Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. 27.6.2025 11:42
Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka. 27.6.2025 11:03
Beckham á spítala David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla. 27.6.2025 09:34
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27.6.2025 08:47
Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. 27.6.2025 08:13
Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. 26.6.2025 15:17
Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. 26.6.2025 14:41