Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. 10.12.2025 16:56
Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. 10.12.2025 16:13
„Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Er beef-ið komið aftur í tónlistarbransann? Svo virðist vera ef marka má skeytasendingar milli rapparans Jóhanns Kristófers Stefánssonar og popparans Eyþórs Arons Wöhler í Húbbabúbba. Jóhann sagði sveitina vera þá verstu í Íslandssögunni en Eyþór telur hinn 32 ára Jóhann vera með Húbbabúbba á heilanum. 10.12.2025 12:39
Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Það er nóg um að vera þessi dægrin hjá hlaðvarpsstjórnandanum Helga Jean Claessen. Um helgina hélt hann útgáfuhóf fyrir nýútkomna bók sína, Helga hjartað, og í dag fagnaði hann 44 ára afmæli með hádegisverði á Kringlukránni með kærum vinkonum sínum og helsta samstarfsfélaga. 9.12.2025 17:33
Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Leikkonan Judi Dench hefur óvænt komið framleiðandanum Harvey Weinstein til varnar og segir hann hafa þolað nóg. Hún segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum hans og hafi verið heppin að lenda aldrei í honum í þeim tíu myndum sem þau gerðu sama. Weinstein hefur afplánað um fimm ár af 39 ára dómi. 9.12.2025 12:11
Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bræðurnir Hjalti Geir, Árni Geir og Tryggvi Geir voru allir þrír skírðir af séra Sigfúsi Kristjánssyni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Foreldrarnir Klara og Geir voru kát með Geirana sína þrjá. 9.12.2025 10:21
„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“. Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið. 9.12.2025 07:09
Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, kíkti í Sorpu um helgina og rakst þar á Davíð Oddsson á gamalli innrammaðri forsíðu Morgunblaðsins. Gunnar deildi mynd af rammanum á Fésbókinni og fékk mjög misjafnar viðtökur við gjörningnum. 8.12.2025 13:29
Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega. 8.12.2025 07:00
Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 í dag. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson munu þar opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út áskrifanda fyrir hverja gjöf. 7.12.2025 15:02