Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Hrafninn Dimma hefur ekki sést í þrjá daga og óttast sambýlismaður hennar að tófa í nágrenninu hafi drepið hrafninn. Vanalega heldur Dimma sig í 500 metra radíus frá húsinu og lætur sig sjaldan hverfa nema í nokkra klukkutíma í senn. 27.11.2025 14:25
Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. 27.11.2025 11:05
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. 26.11.2025 14:52
Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttamaður og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, skilaði á stjórnarfundi félagsins bók sem hann hafði fengið lánaða frá Íþöku, bókhlöðu skólans, þegar hann var nemandi, rúmum fimmtíu árum fyrr. 26.11.2025 12:17
Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline. 26.11.2025 11:25
Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. 25.11.2025 17:16
Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. 25.11.2025 13:57
Theodór Elmar og Pattra í sundur Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman. 25.11.2025 11:19
„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi. 25.11.2025 07:01
Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Jón Davíð Davíðsson, einn eigenda Húrra Reykjavíkur, Flateyjar pizzu og Yuzu, og Helga Sigrún Hermannsdóttir, einn eigenda Dóttur Skin, eru nýtt par. 24.11.2025 16:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent