Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maður sem stakk annan mann með hnífi í Mjóddinni í gærkvöldi hefur verið úrskurðaðu í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí. 12.7.2025 20:01
Þinglokasamningur í höfn Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 12.7.2025 18:18
Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Þingfundi Alþingis hefur verið slitið í dag en honum var frestað ítrekað í dag. Fundurinn hófst loks á fjórða tímanum og stóð þá yfir í um 50 mínútur þar til honum var frestað aftur. Forseti Alþingis sleit fundinum klukkan hálf sex. Næsti þingfundur hefst á mánudagsmorgun. 12.7.2025 18:13
„Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Gunnar Smári Egilsson segist hvergi hafa komið nálægt samræði Karls Héðins Kristjánssonar, ritara framkvæmdarstjórnar Sósíaliflokksins, við barnunga stúlku árið 2017. Karl haldi áfram linnulausri rógsherferð sinni og máli sjálfan sig upp sem fórnarlamb í sögunni. 12.7.2025 00:21
Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. 11.7.2025 23:24
Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. 11.7.2025 22:33
Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veðurspár gera ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið í byrjun næstu viku sem leiða muni til hitabylgju. Gangi spárnar eftir gæti hæsti hitinn sem mælist á landinu náð allt að 29 stigum. 11.7.2025 20:55
Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. 11.7.2025 20:17
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. 11.7.2025 19:17
Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir. 11.7.2025 17:28