„Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. 21.1.2026 07:01
Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, birti á TikTok í gær skjáskot af samskiptum sínum við ónefndan knattspyrnumann. Viðkomandi segist þar eiga kærustu og sé ekki samkynhneigður en vilji samt hitta Binna aftur til að sofa hjá honum. 20.1.2026 13:15
Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína. 20.1.2026 10:26
Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Hvaða leiksýningar á síðasta leikári voru bestar og hverjar voru verstar? Hvernig endaði jólabókaflóðið og hefur vinsældarlistinn einhverja þýðingu? Hvernig tókst til við ráðningu nýs óperustjóra þjóðaróperunnar, eða óperu undir hatti Þjóðleikhússins? 16.1.2026 15:37
Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna. 16.1.2026 13:45
Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Útvarpsþátturinn Jaime og Gúmmí, undir stjórn áhrifavaldanna Patreks Jaime og Guggu í gúmmíbát, hefur göngu sína á FM957 í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu alla föstudaga milli 14 og 16. 16.1.2026 11:43
„Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Fjarvera áhrifavaldsins Sólrúnar Diego í 35 ára afmæli Gurríar Jónsdóttur snyrtifræðings á Tenerife síðustu helgi vakti athygli enda þær miklar vinkonur. Sólrún er nú komin til Ítalíu í skíðaferð með fjölskyldunni. 16.1.2026 11:03
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu. 16.1.2026 07:00
„Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Jakob Birgisson, grínisti og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tók sinn síðasta nikótínpúða fyrir tveimur dögum og er hættur neyslu þeirra eftir að hafa verið háður þeim síðan í menntaskóla. Jakob tilkynnti ákvörðunina með sérstöku TikTok-myndbandi og fór síðan yfir bindindið í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun. 15.1.2026 13:01
Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sveinn Sigurður Kjartansson, stofnandi og forstjóri Iceland Luxury Tours, og kaupmaðurinn Stella Sæmundsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Nýlendugötu 5 í gamla Vesturbænum á sölu. 15.1.2026 11:26