Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað. 12.12.2025 17:27
Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? 12.12.2025 15:35
Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins. 12.12.2025 13:00
Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum. 12.12.2025 11:37
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. 12.12.2025 10:11
Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði. 12.12.2025 07:02
Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Sticky Records, plötuútgáfa Priksins, fékk hvatningaverðlaun STEF í byrjun mánaðar og er nú farin að vekja athygli utan landsteinanna fyrir útgáfustefnu sína. Blaðamaður tónlistarsíðunnar Pigeons & Planes veltir því fyrir sér hvort Sticky sé framtíð útópísks tónlistariðnaðar. 11.12.2025 15:07
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11.12.2025 13:39
Nágrannar kveðja endanlega í dag Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund. 11.12.2025 12:07
Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk. 11.12.2025 10:48