Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Udo Kier er látinn

Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni.

Var til­búinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani.

Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“

Samfélagsmiðillinn X hefur eytt fjölda færslna gervigreindarspjallmennisins Grok þar sem Elon Musk er lýst sem gáfaðasta og hraustasta manni heims. Musk sagði að spjallmennið hefði verið mistnotað með „fjandsamlegum kvaðningum“ til að fá það til að segja alltof jákvæða hluti um hann.

Fimm fá­rán­legar bið­raðir Ís­lendinga

Íslendingar elska að standa og bíða í röð, það hefur margoft sýnt sig. Í hvert sinn sem ný erlend vara eða verslun kemur til landins þá stekkur landinn til og húkir í röð. Nýjasta biðröðin tengdist sölu á Nocco-jóladagatölum í Smáralind síðustu helgi en Íslendingar hafa líka beðið eftir kleinuhringjum, strigaskóm og ýmsu öðru.

Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni

Grínistinn Björn Bragi Arnarsson segist hafa tekið sér pásu frá áfengi sem hefur nú staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. Hann sakni ekki kvíðans og þunglyndisins sem fylgdu gjarnan dagana eftir drykkju.

Von­laust í víkinni

Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt.

Óhuggulegt fall fegurðar­drottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Fram­leiða keflvískan krimma sem gerist á há­punkti kalda stríðsins

Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið.

Sjá meira