Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í mál­verkum“

„Þá er ég að labba að einu fjalli sem ég hélt ég myndi aldrei fara upp á. Ég er í Aðalvík, mínum uppáhalds stað á Íslandi og hingað hef ég komið sem barn síðan ég var þriggja ára gamall, mjög reglulega og flest sumur ævi minnar. Oftast er maður að fara upp á sömu fjöllin hérna og sum fjöllin horfir maður á fullur aðdáunar, eins og fjallið sem blasir við núna.“

Kessler-tvíburarnir fengu að­stoð við að deyja

Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð.

Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag

Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. 

Óða boðflennan fangelsuð

Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm.

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal segir það flóknasta við gerð annarrar seríu af Bannað að hlæja hafi verið að velja þá fimm sem sitja saman við borðið hverju sinni. Hann segir orðróm um að einn þáttur í nýju seríunni hafi verið klipptur extra mikið vera runninn undan rifjum Dóra DNA.

Æstur að­dáandi óð í Grande

Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði.

Bubba svarað og „barnaleg vit­leysa“ í Borgó

Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni.

Sjá meira