Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Víkingar fengu son í jóla­gjöf

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Víkinga, eignuðust son þann 20. desember 2025. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman.

Játaði ást sína á Jenner

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Fannst látinn á fjöllum degi eftir af­mælis­daginn

Skoski söngvarinn og verslunareigandinn Andrew Ure fannst látinn á fjallinu Ben Vane, daginn eftir afmælisdag sinn, eftir að hafa lagt einn af stað í fjallgöngu á gamlársdag til að prófa nýjan klifurbúnað.

Marvel-stjarna varð fyrir heila­skaða

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra.

Enginn for­maður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðana­bræðra

Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra.

Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lenti í því óláni að það bilaði vatnslögn í húsinu hans um miðjan nóvember þannig hann gat ekki sturtað sig í einn og hálfan mánuð. Það kom þó ekki að sök því hann lærði að fara í fötubað í Afríku.

Enduðu Stranger Things í Þjórs­ár­dal

Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal.

Nýársbingó Blökastsins á ró­legasta degi ársins

Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00. Vinningarnir eru risastórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á þessum rólegasta degi ársins.

Blö byrjar árið á bingói

Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00 á morgun, nýársdag. Vinningarnir eru fjölmargir og margir hverjir ansi veglegir.

Sjá meira