Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. 11.11.2025 15:42
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. 11.11.2025 10:37
Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11.11.2025 07:01
Kim féll Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. 10.11.2025 15:48
Umhverfisráðherra á von á barni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Anna Bergljót Gunnarsdóttir efnafræðingur, eiga von á barni næsta vor. 10.11.2025 11:38
Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. 10.11.2025 11:31
Valdi fallegasta karlmanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns. 7.11.2025 14:32
Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Rapparinn Kanye West fundaði með rabbínanum Yoshiayao Yosef Pinto til að biðjast afsökunar á fjandsamlegum ummælum sínum um gyðinga. West sagði það vera blessun að geta axlað ábyrgð. 7.11.2025 11:27
„Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Djammþættirnir Gugga fer á djammið hefja göngu sína á Vísi í dag. Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kíkir þar á samkvæmislífið, tekur púlsinn á íslenskum djömmurum og spyr þá spjörunum úr. 7.11.2025 09:17
Íslenskur Taskmaster kemur í vor Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar. 7.11.2025 08:00