Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þúsundir lítra af kjöt­súpu á Hvols­velli

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu.

Styttur af Bakkabræðrum af­hjúpaðar á Dal­vík

Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir.

Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni

Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár.

Hraðminnkandi mengun frá skemmti­ferða­skipum á Akur­eyri

Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt.

Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn

Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki.

Öllum vel­komið að skoða forn­minjar á Hrafnseyri

Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli.

200 skemmti­ferða­skip á Akur­eyri

Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar.

Ólympíufara fagnað á Sel­fossi

Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dal­vík

Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu.

Sjá meira