Hommar mega enn ekki gefa blóð Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. 1.7.2025 23:17
Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. 1.7.2025 21:59
Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. 1.7.2025 21:48
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. 1.7.2025 18:54
Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. 1.7.2025 16:26
Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. 1.7.2025 16:06
Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. 30.6.2025 07:33
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. 29.6.2025 23:59
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. 29.6.2025 23:41
Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Framkvæmdastjóri Norsk tipping, norsku getspárinnar, Tonje Sagstuen, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu á föstudag um að hafa unnið margar milljónir í Eurojackpot. 29.6.2025 22:36