Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar.

Líklega fundað fram á nótt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili.

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Hver klukkustund gefur betur í kassann“

Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn.

Flestir hafa kosið að vera grímulausir

Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana.

Fimmtungur barna stundar ekki tómstundir

Ójöfnuður meðal barna hér á landi birtist helst í því að nærri fimmtungur þeirra fær ekki tækifæri til að stunda tómstundir og fleiri börn búa við þröngan kost en áður.

Sjá meira