Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar. 13.6.2021 12:30
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12.6.2021 22:17
Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12.6.2021 18:39
Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. 12.6.2021 13:52
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12.6.2021 12:24
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25.5.2021 20:18
Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25.5.2021 12:12
„Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt“ Leigubílstjórar segja síðastliðið ár hafa verið ömurlegt. Margir hafi hrakist úr starfi og enn sé lítið að gera þrátt fyrir að ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný. 15.5.2021 23:50
Fimmtungur barna stundar ekki tómstundir Ójöfnuður meðal barna hér á landi birtist helst í því að nærri fimmtungur þeirra fær ekki tækifæri til að stunda tómstundir og fleiri börn búa við þröngan kost en áður. 12.5.2021 12:08
„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5.5.2021 20:02