Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur

Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer.

Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast

Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar.

Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð

Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið.

Reglurnar „mjög ein­kenni­legar“ í ljósi fer­metranna 22.500

Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar.

Allt að 250 þúsund Ís­lendingar þurfa bólu­setningu

Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti.

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum

Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar og eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar.

Sjá meira