Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. mars 2022 20:45 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Baldur Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50