Aldrei fleiri sótt um hæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:03 Flóttafólk hefur streymt frá Úkraínu frá því stríðið braust út og hafa margir leitað hingað. Rauði krossinn Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35