Aldrei fleiri sótt um hæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:03 Flóttafólk hefur streymt frá Úkraínu frá því stríðið braust út og hafa margir leitað hingað. Rauði krossinn Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35