Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin. 22.11.2022 12:10
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17.11.2022 19:27
Lést þegar kviknaði í húsbíl í Hafnarfirði Karlmaður lést þegar kviknaði í húsbíl við Lónsbraut í Hafnarfirði snemma í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2022 12:45
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17.11.2022 11:34
Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. 9.11.2022 21:00
„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8.11.2022 21:00
„Hver kassi skiptir máli“ Söfnun fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ stendur yfir um þessar mundir. Vonast er til þess að hægt verði að fylla heilan gám af kössum sem fer til barna í neyð í Úkraínu. Kassarnir hafa verið sendir þangað í nítján ár. 8.11.2022 00:00
Leikskólabörn að greinast með flensuna Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. 7.11.2022 21:30
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7.11.2022 13:01
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5.11.2022 07:00