Randy er litríkasti gaurinn í hinni geggjuðu Pittsburgh Randyland er án efa litríkasta kennileiti Pittsburgh, sumir segja í öllum Bandaríkjunum. Það er heimili listamannsins og sérvitringsins Randy Gilson og þykir svo sérstakt að það er orðið eitt vinsælasta aðdráttarafl borgarinnar. 17.8.2024 09:09
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15.8.2024 23:25
Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. 2.8.2024 16:07
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20.7.2024 22:04
Hreyflarnir hrikalegir á nýju Boeing 777-þotum Atlanta Flugfélagið Air Atlanta byggir nú upp farþegaflota sinn á ný eftir hrun í covid-faraldrinum og er þessa dagana að bæta við sig tveimur Boeing 777-breiðþotum til viðbótar við tvær sömu gerðar sem félagið fékk í fyrra. 18.7.2024 21:21
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11.7.2024 21:42
Karfa loftbelgsins valt á hliðina í lendingunni Þeir sem sáu loftbelginn hverfa upp í háloftin yfir Rangárvöllum í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi vilja eflaust margir vita hvernig flugferðin endaði. Hér sjáum við þá sögu. 10.7.2024 22:44
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.7.2024 20:42
Arkitektinn sem mótaði útivistarperlurnar látinn Landslagsarktitektinn Reynir Vilhjálmsson er látinn, 89 ára að aldri. Fáir hafa á ferli sínum haft jafn rík áhrif og hann á mótun mannngerðra útivistarsvæða hérlendis, bæði innan borgarlandsins sem og í bæjum víða um land. 9.7.2024 16:18
Myndskeið af flugi loftbelgs yfir Rangárvöllum í morgun Fyrsta loftbelgsflugið yfir Rangárvöllum í morgun stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og tókst að óskum. Ljósmyndir og myndskeið úr flugferðinni frá Flugmálafélagi Íslands fylgja þessari frétt. 9.7.2024 14:29