fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fagna þotunni sem markar tíma­mót í sögu Icelandair

Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi.

Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“

Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Græn­landi

Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf.

Grænlendingar fagna nýjum al­þjóða­flug­velli

Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld.

Þjóð­há­tíð í Nuuk vegna opnunar flug­vallarins

Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands.

Krefst undanbragðalausra skýringa á því hvers­vegna Vest­firðir voru snuðaðir

Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót.

Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag

Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma.

Sjá meira