Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15.2.2024 09:01
Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. 7.2.2024 20:00
„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7.2.2024 11:03
Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6.2.2024 20:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Við heyrum hljóðið í Grindvíkingum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 4.2.2024 18:18
Hádegisfréttir Bylgjunnar Reiknað er með að um þúsund manns vitji eigna sinna í Grindavík í dag, á fyrsta degi nýs fyrirkomulags við verðmætabjörgun. Íbúi sem vinnur að því að tæma húsið sitt segist ekki treysta sér til þess að búa lengur í Grindavík og kveður samfélagið með miklum trega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 4.2.2024 11:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gazasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandannna. 3.2.2024 18:18
Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. 3.2.2024 15:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 3.2.2024 11:55
Málið sem skekið hefur Skeifuna Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. 3.2.2024 10:46