Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar

Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða.

Ó­vissa í Ráð­húsinu og dýrustu aug­lýsingar í heimi

Borgarfulltrúar halda spilunum þétt að sér í meirihlutaviðræðum sem standa yfir þvert á alla flokka. Við heyrum í borgarfulltrúum og förum yfir atburðarás dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sprungin dekk og ó­nýtar felgur

Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum.

„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“

Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. 

Veður­ofsi, þrumur og eldingar í beinni út­sendingu

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis.

Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafn­vel yfir 50 m/s

Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann.

Harm­leikur í Örebro og þing­menn búa sig undir á­tök

Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli.

Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi

Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Nemendur sem fréttastofa heimsótti ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukinn þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. 

Sjá meira